Fréttablaðið segir í dag, að til greina komi að skipta áformuðum breytingum á fiskveiðistjórnunarkerfinu upp, leggja hluta fram á þingi í vor og láta stór álitamál gerjast í umræðu í sumar.
Blaðið segir, að meðal annars sé til skoðunar hvort unnt sé að leggja fram frumvarp á næstunni sem miði að því
að uppboðsmarkaður með tilteknar aflaheimildir verði settur á laggirnar
þegar nýtt fiskveiðiár hefst 1. september.
Ekki ríki eining meðal þingmanna stjórnarflokkanna um hve langt eigi að ganga í breytingum á kerfinu. Einstaka þingmenn Samfylkingarinnar vilji ganga langt en innan VG séu sterk öfl sem vilja fara varlega í breytingar.