Ljósabekkjum hefur fækkað mikið

mbl.is

Samkvæmt nýrri talningu Geislavarna ríkisins eru ljósabekkir hjá sólbaðsstofum á höfuðborgarsvæðinu núna 76 talsins en voru nærri tvöfalt fleiri árið 2005 eða 144.

Talningin sýnir að ljósabekkir eru hlutfallslega fleiri á landsbyggðinni en á höfuðborgarsvæðinu. Kannanir Gallup sýna hins vegar ekki neinn mun á ljósabekkjanotkun á landsbyggðinni og á höfuðborgarsvæðinu. Líklega eru ljósabekkir úti á landi ekki nýttir jafnvel og bekkir á höfuðborgarsvæðinu. Á landsbyggðinni eru margir staðir sem leigja ljósabekki annaðhvort íþróttahús eða sundlaugar þar sem nýting bekkjanna skiptir ekki öllu máli fyrir reksturinn en á höfuðborgarsvæðinu eru nær allir bekkir hjá sólbaðsstofum

Þessar tölur benda til þess að mjög hafi dregið úr notkun ljósabekkja. Notkunin var líklega mest í kringum árið 1988 en þá töldu Geislavarnir ríkisins 207 bekki á höfuðborgarsvæðinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert