Mikil orka í skólpinu

Metan er nú fáanlegt á afgreiðslustöð N1 á Bíldshöfða í …
Metan er nú fáanlegt á afgreiðslustöð N1 á Bíldshöfða í Reykjavík og við Tinhellu í Hafnarfirði. mbl.is/Ómar

Raunhæft er að innan nokkurra ára verði komnir á milli tuttugu og þrjátíu þúsund metanbílar á götur höfuðborgarsvæðisins sem meðal annars verði knúnir með metani frá gasstöð fyrir lífrænan úrgang í Álfsnesi.

Þetta segir Björn H. Björnsson, framkvæmdastjóri Metans hf. og SORPU, en hann upplýsir jafnframt að verið sé að kanna hagkvæmni þess að vinna metanið úr seyru, þ.e. lífrænum úrgangi í skólpi.

Í ítarlegri umfjöllun um þessi mál í Morgunblaðinu í dag kemur fram, að Þórður Ingi Guðmundsson, nemi í umhverfis- og auðlindafræðum við Háskóla Íslands, vinnur nú að hagkvæmnisathugun á þessum kosti.

Þórður Ingi tekur fram að vinnan sé á frumstigi en segir sænska rannsókn benda til að vinnsla á einum rúmmetra af metani, ígildi ríflega eins lítra af bensíni, kosti á bilinu 36 til 78 krónur. Til samanburðar kostar lítri af bensíni um 238 krónur án þjónustu.Jón Guðmundsson, sérfræðingur hjá Landbúnaðarháskóla Íslands, telur óhætt að áætla að þúsundir býla á Íslandi gætu orðið sjálfum sér næg um orku ef þau færu út í vinnslu á metani. Búnaður til slíks kosti 10-15 milljónir.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert