Óbreytt mat hjá Moody's

Mats­fyr­ir­tækið Moo­dy's staðfesti í dag óbreytt láns­hæf­is­mat ís­lenska rík­is­ins, Baa3. Horf­urn­ar eru áfram nei­kvæðar, að mati fyr­ir­tæk­is­ins. Fyr­ir­tækið hafði áður sagt að hafnaði þjóðin Ices­a­ve-lög­un­um í þjóðar­at­kvæðagreiðslu hefði það að lík­ind­um nei­kvæð áhrif á láns­hæf­is­matið.

Rök­stuðning­ur Moo­dy's fyr­ir því að halda láns­hæf­is­mat­inu óbreyttu er þríþætt­ur.

Í fyrsta lagi hef­ur niðurstaða kosn­ing­anna ekki áhrif á út­greiðslur úr þrota­búi Lands­bank­ans. Greiðslur til Breta og Hol­lend­inga muni brátt hefjast og út­lit fyr­ir að heimt­ur al­mennt verði betri en í upp­hafi var talið. Þetta þýði að hugs­an­leg­ar greiðslur vegna Ices­a­ve, sem fallið geti á rík­is­sjóð, verði lægri en ella.

Í öðru lagi tel­ur Moo­dy's að sam­starfs­áætl­un ís­lenskra stjórn­valda og Alþjóða gjald­eyr­is­sjóðsins muni halda. Fimmtu end­ur­skoðun átti að ljúka þann 27. apríl næst­kom­andi, en á því verði senni­lega töf vegna kosn­ing­anna. Hins veg­ar sé ólík­legt að taf­ir verði á greiðslum frá sjóðnum vegna þessa.

Í þriðja lagi hafa yf­ir­lýs­ing­ar ná­granna­landa gefið það til kynna að lána­sam­komu­lag verði virt. Þess­ar lán­veit­ing­ar séu ís­lensku efna­hags­lífi afar nauðsyn­leg­ar.

Að þessu sögðu rík­ir enn nokk­ur óvissa um fram­haldið, og því horf­urn­ar enn nei­kvæðar. Hugs­an­legt sé að ekki verði skorið úr um álita­mál tengd Ices­a­ve fyrr en eft­ir meira en ár. Þá sé óvissa um það hvernig áætl­un af af­nám gjald­eyr­is­hafta gangi eft­ir, sem og um fjár­fest­ingu í at­vinnu­upp­bygg­ingu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert