Sex starfsmenn Landspítalans fengu áminningu vegna óeðlilegra uppflettinga í sjúkraskrá. Í frétt spítalans segir að Eftirlitsnefnd með rafrænni sjúkraskrá á Landspítala hafi gert athugasemd við uppflettingu níu starfsmanna við reglubundna athugun á notkun sjúkraskrárinnar.
Þetta var gert eftir könnun á notkun sjúkraskrárinnar síðastliðna sex mánuði. Farið var yfir slembiúrtak 50 lækna og 100 hjúkrunarfræðinga.
Nöfn starfsmannanna níu voru send framkvæmdastjórum viðkomandi sviða sem leituðu skýringa á uppflettingunum. Í þremur tilfellum af þessum níu reyndist um eðlilegan aðgang að ræða en sex starfsmenn fengu áminningu.