Óljóst hvað Skandia dælir lengi

Sanddæluskipið Skandia.
Sanddæluskipið Skandia.

Ekki hef­ur verið tek­in ákvörðun um hvort óskað verður eft­ir að sand­dælu­skipið Skandia haldi áfram sand­dæl­ingu í maí, en í verk­samn­ingi við Íslenska gáma­fé­lagið, sem ger­ir skipið út, er miðað við að ekki sé dælt sandi í sum­ar.

Sam­kvæmt verk­samn­ingi við Íslenska gáma­fé­lagið átti skipið að hefja dæl­ingu í byrj­un janú­ar og vera við dæl­ingu til 1. apríl. Samn­ing­ur­inn var fram­lengd­ur til 1. maí. Sig­urður Áss Grét­ars­son, for­stöðumaður hafn­ar­sviðs Sigl­inga­stofn­un­ar, seg­ir að ekki hafi verið tek­in ákvörðun um hvort hann verði fram­lengd­ur, en hann bend­ir á að í verk­samn­ingi hafi verið miðað við að skipið dældi um 180 þúsund tonn­um af sandi til vors en það sé búið að dæla um 40 þúsund tonn­um.

Sig­urður seg­ir að við það hafi verið miðað að tak­ist að dæla það miklu magni að ekki þurfi að hafa áhyggj­ur af dýpi við höfn­ina í sum­ar þó að eitt­hvað af efni ber­ist inn í höfn­ina.

Samn­ing­ur­inn við Íslenska gáma­fé­lagið er til þriggja ára og er miðað við að Skandia verði við dæl­ingu frá 1. nóv­em­ber til 1. apríl næstu tvö árin.

Sam­kvæmt samn­ingn­um átti að greiða 132,8 millj­ón­ir fyr­ir dæl­ingu á tíma­bil­inu 2. janú­ar til 1. apríl sl.

Í sam­einig­in­legri til­kynn­ingu frá Sigl­inga­stofn­un, Eim­skip, Vest­manna­eyj­ar­bær og Vega­gerðinni seg­ir að sigl­ing­ar Herjólfs um pásk­ana verða til og frá Þor­láks­höfn. Útséð sé um að hægt verði að sigla í Land­eyja­höfn vegna veðurs og öldu­hæðar.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert