„Við þökkum þeim fyrir þeirra framlag“

.
. mbl.is/Ernir Eyjólfsson

„Við þökkum þeim fyrir þeirra framlag,“ sagði Björn Blöndal, aðstoðarmaður borgarstjóra, um ákvörðun Hönnu Birnu Kristjánsdóttur og Sóleyjar Tómasdóttur að segja af sér sem forseti og varaforseti borgarstjórnar.

Hanna Birna og Sóley sögðu af sér vegna óánægju með vinnubrögð við sameiningu skóla. Þær sögðu í yfirlýsingu að með því að taka að sér þessi embætti hefðu þær viljað auka samvinnu minni- og meirihluta og innleiða þannig ný og betri stjórnmál. Nú væri komið endanlega í ljós að það gengi ekki eftir.

Björn sagði að þessi vinnubrögð sem þær töluðu um hefðu greinilega ekki verið á þeirra forsendum. „Þetta er ekkert stórdrama og heimurinn ferst ekki þó þær hafi sagt af sér.“

Björn sagði ekki ljóst hvaða borgarfulltrúar kæmu til með að taka við þessum embættum, en það myndi skýrast eftir páska.

Ekki náðist í Jón Gnarr borgarstjóra sem er á leið til útlanda. Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs, hefur ekki svaraði skilaboðum um viðtal.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert