„Við þökkum þeim fyrir þeirra framlag“

.
. mbl.is/Ernir Eyjólfsson

„Við þökk­um þeim fyr­ir þeirra fram­lag,“ sagði Björn Blön­dal, aðstoðarmaður borg­ar­stjóra, um ákvörðun Hönnu Birnu Kristjáns­dótt­ur og Sól­eyj­ar Tóm­as­dótt­ur að segja af sér sem for­seti og vara­for­seti borg­ar­stjórn­ar.

Hanna Birna og Sól­ey sögðu af sér vegna óánægju með vinnu­brögð við sam­ein­ingu skóla. Þær sögðu í yf­ir­lýs­ingu að með því að taka að sér þessi embætti hefðu þær viljað auka sam­vinnu minni- og meiri­hluta og inn­leiða þannig ný og betri stjórn­mál. Nú væri komið end­an­lega í ljós að það gengi ekki eft­ir.

Björn sagði að þessi vinnu­brögð sem þær töluðu um hefðu greini­lega ekki verið á þeirra for­send­um. „Þetta er ekk­ert stórdrama og heim­ur­inn ferst ekki þó þær hafi sagt af sér.“

Björn sagði ekki ljóst hvaða borg­ar­full­trú­ar kæmu til með að taka við þess­um embætt­um, en það myndi skýr­ast eft­ir páska.

Ekki náðist í Jón Gn­arr borg­ar­stjóra sem er á leið til út­landa. Dag­ur B. Eggerts­son, formaður borg­ar­ráðs, hef­ur ekki svaraði skila­boðum um viðtal.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert