12 milljarða endurgreiðsla

mbl.is/Ásdís

Seðlabanki Íslands segir að áætlað sé að heimili sem hafi tekið lán sem tengd hafi verið gengi erlendra gjaldmiðla fái um 8,5 milljarða kr. endurgreidda frá lánafyrirtækjum, sem að stærstum hluta hafi komið til greiðslu í lok síðasta árs. Einnig verði sérstök vaxtanðurgreiðsla. Nemur því heildarupphæðin 12 milljörðum.

Þetta kemur fram í nýjasta hefti Peningamála SÍ.

Þar segir að fjármálaleg skilyrði heimila séu enn erfið þótt úrlausn á samningum um gengistryggð lán lækki eflaust  greiðslubyrði margra heimila, auk þess sem fjöldi þeirra hafi fengið endurgreiðslu á ofteknum greiðslum frá lánafyrirtækjum og niðurfærslu á lánum.

„Áætlað er að heimili sem tóku lán sem tengd voru gengi erlendra gjaldmiðla fái um 8,5 ma.kr. endurgreidda frá lánafyrirtækjum sem að stærstum hluta komu til greiðslu í lok síðasta árs. Einnig verður sérstök vaxtaniðurgreiðsla greidd á árunum 2011 og 2012. Fjárhæðin miðast við 0,6% af eftirstöðvum lána vegna íbúðakaupa, eins og þær eru í árslok 2010 og 2011. Vaxtaniðurgreiðslan er ekki tekjutengd en takmarkast við hreina eign viðkomandi. Gert er ráð fyrir að heildargreiðslan nemi um 12 ma.kr.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka