Kajakmenn komust fyrir Font en urðu að snúa við

Ekki takast allar lendingar og sjósetningar eins og til er …
Ekki takast allar lendingar og sjósetningar eins og til er ætlast þegar eiga þarf við brimið. Ljósmynd/Richard Mills – Around Iceland media

Kajakmennirnir Riaan Manser og Dan Skinstad þurfa oft að kljást við öldur og brimrót á leið sinni umhverfis landið sem hófst 27. mars frá Húsavík.

Félagarnir, sem notast við tveggja manna kajak, ætluðu að komast til Vopnafjarðar í gær. Þeir náðu að róa fyrir Font á Langanesi en sneru síðan við vegna þess hve veður og sjólag var slæmt.

Í umfjöllun um ferðalag þetta í Morgunblaðinu í dag kemur fram, að þeir hafi hvílt sig  vel í gær á Þórshöfn en leggi aftur í hann þegar betur viðrar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert