Ofanhríð og hálka á fjallvegum

Mynd úr safni.
Mynd úr safni. mbl.is/RAX

Veður fer hlýnandi í dag með vaxandi sunnanátt. Í tilkynningu frá Vegagerðinni segir að áður en hláni á fjallvegum megi gera ráð fyrir ofanhríð og hálku um og fyrir hádegi á fjallvegum eins og Bröttubrekku, Holtavörðuheiði og Steingrímsfjarðarheiði. 

Það segir að undir Hafnarfjalli megi gera ráð fyrir snörpum vindhviðum, um 30-40 metrum á sekúndu frá því um kl. 15 og áfram í kvöld og fram á nóttina.

Á Vesturlandi er hálka á Holtavörðuheiði og hálkublettir á Bröttubrekku.

Á Vestfjörðum er víða hálka og hálkublettir. Ófært er á Hrafnseyrar- og Dynjandisheiði. Þungfært er á Klettshálsi en unnið er að mokstri. Hálka er á Steingrímsfjarðarheiði og hálkublettir á Þröskuldum.

Á Norðurlandi er hálka á Öxnadalsheiði.

Vefur Vegagerðarinnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka