Ákvörðun Moody's ekki óvænt

Ólöf Nordal, varaformaður Sjálfstæðisflokksins.
Ólöf Nordal, varaformaður Sjálfstæðisflokksins. Ómar Óskarsson

Ólöf Nordal, varaformaður Sjálfstæðisflokks, segir að ákvörðun matsfyrirtækisins Moody's um að lækka ekki lánshæfismat íslenska ríkisins komi ekki á óvart. Fyrirtækið hafði áður sagt að hafnaði þjóðin Icesave-samkomulagið í þjóðaratkvæðagreiðslu hefði það að líkindum neikvæð áhrif á lánshæfismatið.

Að mati fyrirtækisins eru horfurnar enn neikvæðar en Ólöf bendir á að nú líði að því að því að greitt verði úr þrotabúi Landsbankans upp í Icesave-kröfurnar. „Það er ekki eins og ekkert muni gerast, það sem mun gerast er að það greiðist úr þrotabúinu upp í þetta.“

Ólöf segir það góð tíðindi að lánshæfismatið hafi ekki verið lækkað en til þess að hækka matið þurfi að ná tökum á efnahagslífinu. „Þegar það gerist mun lánshæfismat Íslands hækka, það verður ekki út af neinu öðru en okkur sjálfum.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert