Ólöf Nordal, varaformaður Sjálfstæðisflokks, segir að ákvörðun matsfyrirtækisins Moody's um að lækka ekki lánshæfismat íslenska ríkisins komi ekki á óvart. Fyrirtækið hafði áður sagt að hafnaði þjóðin Icesave-samkomulagið í þjóðaratkvæðagreiðslu hefði það að líkindum neikvæð áhrif á lánshæfismatið.
Að mati fyrirtækisins eru horfurnar enn neikvæðar en Ólöf bendir á að nú líði að því að því að greitt verði úr þrotabúi Landsbankans upp í Icesave-kröfurnar. „Það er ekki eins og ekkert muni gerast, það sem mun gerast er að það greiðist úr þrotabúinu upp í þetta.“
Ólöf segir það góð tíðindi að lánshæfismatið hafi ekki verið lækkað en til þess að hækka matið þurfi að ná tökum á efnahagslífinu. „Þegar það gerist mun lánshæfismat Íslands hækka, það verður ekki út af neinu öðru en okkur sjálfum.“