Búið að ná til alls fólksins

Björgunarsveitarmenn frá Slysavarnafélaginu Landsbjörgu.
Björgunarsveitarmenn frá Slysavarnafélaginu Landsbjörgu.

Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar hafa náð til allra jeppamannanna sem óskuðu aðstoðar í dag vegna mjög erfiðra aðstæðna á Kjalvegi fyrir innan Bláfellsháls.

Um er að ræða 16 manns á 5-6 jeppum. Sá jeppanna sem var kominn lengst var kominn inn undir Kerlingarfjallaafleggjara. Mikill krapi er á þessum slóðum og alls staðar blátt fyrir að líta, að sögn Jónasar Guðmundssonar, hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg.

Fólkið á jeppunum óskaði aðstoðar um þrjú leytið í dag. Björgunarsveitarmen fóru af stað á tveimur bílum milli klukkan þrjú og fjögur í dag. Þegar þeir sáu hvað aðstæður voru erfiðar voru kallaðir út menn á þremur bílum til viðbótar.

Björgunarsveitarmennirnir eru frá Flúðum, Laugarvatni og úr Biskupstungum. Sem fyrr segir er búið að ná til alls ferðafólksins. Jónas sagði ljóst að skilja yrði einhverja jeppa eftir. Hann reiknaði með að björgunarsveitirnar kæmu ekki með fólkið til byggða fyrr en eftir miðnættið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert