Hátíðarfundur AA-samtakanna

Stærsti AA-fundur ársins verður í Laugardalshöll í kvöld.
Stærsti AA-fundur ársins verður í Laugardalshöll í kvöld. Kristinn Ingvarsson

Hátíðarfundur AA-samtakanna á Íslandi verður haldinn í Laugardalshöllinni í kvöld og hefst hann klukkan 20.30. Húsið opnar kl. 19.30. Fundurinn er öllum opinn og er reiknað með að fundargestir verði a.m.k. 2-3 þúsund talsins.

AA-samtökin vinna starf sitt í kyrrþey. AA-maður sem rætt var við sagði að líklega sé þetta stærsta samkoma sem haldin er hér á landi þar sem jafnmargir koma saman undir þeim formerkjum að vera ekki í vímuefnum.

Miðað er við að AA-samtökin hafi verið stofnuð hér á landi á föstudaginn langa árið 1954, fyrir 57 árum. Í fyrra komu rúmlega tvö þúsund manns á hátíðarfundinn.

Á árum áður var venja að halda hátíðarfundina í stóra sal Háskólabíós en um áratugur er síðan salurinn þar varð of lítill til að rúma fundargesti.

Á Akureyri verður AA-fundur í Brekkuskóla og hefst hann kl. 20:00 í kvöld. Húsið opnar klukkustund fyrr. Allir vinir og velunnarar AA samtakanna hjartanlega velkomnir á báða fundina.

Heimasíða AA-samtakanna á Íslandi

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert