Jeppar í vandræðum á fjöllum

Bláfellsháls í sumarfæri. Nú er þar mjög þungfært og mikill …
Bláfellsháls í sumarfæri. Nú er þar mjög þungfært og mikill krapi. mynd/LHG

Búið er að kalla út nokkrar björgunarsveitir í uppsveitum Suðurlands, meðal annars frá Flúðum, Laugavatni og úr Biskpstungum. Sveitirnar eru á leið á Kjalveg, nánar tiltekið Bláfellsháls og norður af honum en þar er nokkrir jeppar í töluverðum vandræðum vegna færis.

Mjög erfitt færi er nú á hálendinu og mjög mikill krapi. Slysavarnafélagið Landsbjörg beinir því til ferðalanga að vera ekki á ferð á að óþörfu enda ekkert ferðafæri.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert