Nóg um að vera á Ísafirði en tíðindalaust hjá lögreglu

Ísafjörður
Ísafjörður mbl.is/Ómar Óskarsson

Tíðindalítið hefur verið hjá lögreglunni á Ísafirði í dag en þar stendur nú yfir árleg skíðavika auk tónlistarhátíðarinnar Aldrei fór ég suður. Aukalögreglulið er til taks í bænum en ekki hefur orðið þörf fyrir hann.

Ekki liggur fyrir hve margir eru nú staddir í bænum en að sögn lögreglumanns á vakt er reiknað með að fjöldi gesta nemi um það bil íbúafjölda Ísafjarðar. Má því ætla að á áttunda þúsund séu nú á Ísafirði.

Víðast hvar annars staðar á landinu hefur dagurinn verið tíðindalaus hjá lögreglu. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði ekki afskipti af árlegu páskabingó Vantrúar á Austurvelli en opinerar skemmtanir þar sem happdrætti, bingó eða önnur spil fara fram eru bannaðar á föstudaginn langa.

Hudson Wayne á tónlistarhátíðinni Aldrei fór ég suður í fyrra.
Hudson Wayne á tónlistarhátíðinni Aldrei fór ég suður í fyrra. Morgunblaðið/Ernir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert