Passíusálmar víða lesnir

Passíusálmarnir eru lesnir í mörgum kirkjum. Lesturinn hófst í Seltjarnarneskirkju …
Passíusálmarnir eru lesnir í mörgum kirkjum. Lesturinn hófst í Seltjarnarneskirkju klukkan 13.00. mbl.is/Ómar

Pass­íusálm­ar Hall­gríms Pét­urs­son­ar eru víða lesn­ir í heild sinni í kirkj­um lands­ins í dag. Lest­ur­inn hófst klukk­an 13.00 í Seltjarn­ar­nes­kirkju en þar lesa sálm­ana 17 Seltirn­ing­ar á ýms­um aldri. Á milli er flutt tónlist.

Friðrik Vign­ir Stef­áns­son org­an­isti og Monica Abendroth hörpu­leik­ari leika tónlist í lestr­ar­hlé­um. Boðið verður upp á kaffi­veit­ing­ar í safnaðar­heim­il­inu.

Lest­ur Pass­íusálm­anna hófst í Guðríðar­kirkju í Grafar­vogi í morg­un klukk­an 10.00. Í Grafar­vogs­kirkju verða Pass­íusálm­arn­ir lesn­ir frá klukk­an 13-19 og ann­ast fé­lag­ar úr Sam­tök­un­um 78 flutn­ing sálm­anna og tón­list­ar.

Pass­íusálma­lest­ur hófst í Grinda­vík­ur­kirkju klukk­an 11 í morg­un og stend­ur til klukk­an 16. Íslensku­kenn­ar­ar og tón­listar­fólk lesa Pass­íusálm­ana og flytja tónlist í Hall­gríms­kirkju í Reykja­vík klukk­an 13-19. Sig­urður Skúla­son, leik­ari, les Pass­íusálm­ana í heild sinni á föstu­dag­inn langa  í Hall­gríms­kirkju í Saur­bæ á Hval­fjarðar­strönd.

Sálm­arn­ir verða einnig lesn­ir í Sel­foss­kirkju frá klukk­an 13 í dag. Í mörg­um kirkj­um eru einnig sér­stak­ar dag­skrár helgaðar at­b­urðum föstu­dags­ins langa flutt­ar í tali og tón­um.

Þá lesa prest­ar sem tengj­ast Kópa­vogi með ýms­um hætti sálm­ana í Kópa­vogs­kirkju í dag frá klukk­an 15-19.30. Að lestri lokn­um verður kirkj­an myrkvuð og við tek­ur íhug­un þagn­ar­inn­ar.

Orðið pass­ía er myndað af lat­neska orðinu passio, sem þýðir þján­ing, að því er fram kem­ur á Vís­inda­vefn­um.  „Í textum frá 16. öld kem­ur orðið pass­ía fyr­ir sem heiti á þján­ing­ar- eða píslar­sögu Jesú Krists. Þá átti sam­kvæmt helgisiðaregl­um að lesa alla píslar­sög­una við guðsþjón­ustu á föstu­dag­inn langa,“ seg­ir á Vís­inda­vefn­um.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert