Píslaganga gengin við Mývatn

Hin árlega píslarganga er nú gengin umhverfis Mývatn.
Hin árlega píslarganga er nú gengin umhverfis Mývatn. Mbl.is/BFH

Árleg píslarganga umhverfis Mývatn hófst við Reykjahlíðarkirkju í morgun kl 9 að lokinni stuttri helgistund í kirkjunni að hætti séra Þorgríms G. Daníelssonar sóknarprests á Grenjaðastað. Séra Þorgrímur tók svo þátt í píslargöngunni.

Veður er ágætt í dag við Mývatn bjartviðri, en nokkur sunnan strekkingur með 7°C hita, besta gönguveður. Þátttakendur eru nær hundraði. Sem sjá má á mynd þá er fólk á ýmsum aldri og nýtir fjölbreytt farartæki.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert