Bensínskattar aldrei hærri

Úr umferðinni.
Úr umferðinni. Kristinn Ingvarsson

Skatt­ar og álög­ur á eldsneyti hafa aldrei verið hærri en nú. Dæmi er að ökumaður bíls sem keyr­ir 15.000 km á ári greiðir nú hátt í 162.000 krón­ur á ári til rík­is­ins, að því gefnu að bíll­inn eyði 9 lítr­um á hundraðið og að orku­gjaf­inn sé bens­ín.

Eldsneytis­verð hef­ur aldrei verið hærra og má því slá því föstu að álagn­ing­in hafi að sama skapi aldrei verið jafn mik­il á hverj­um seld­um lítra.

Í of­an­greindu dæmi er stuðst við meðalakst­ur á ári eins og hann er skil­greind­ur af Fé­lagi ís­lenskra bif­reiðaeig­enda, FÍB. Miðar fé­lagið við þrjár gerðir af bíl­um við út­reikn­inga á ár­leg­um rekstr­ar­kostnaði og eyða þeir 8, 9 og 11 lítr­um á hundraðið. Er því miðað við 9 lítra eyðslu hér.

Sé orku­gjaf­inn dísel er skatt­ur­inn kom­inn í 164.330 krón­ur eða 13.694 krón­ur á mánuði, ríf­lega 450 krón­ur á dag, allt árið.

Miðast við lægsta verð

Verðið sem hér er reiknað út frá er fengið af vefn­um gsmbens­in.is en þar er stuðst við lægsta verð í sjálfsaf­greiðslu. Kostaði bens­ínið í morg­un 238 krón­ur en díselol­ía 242 krón­ur lítr­inn. Skal tekið fram að hægt er að fá eldsneyti á lægra verði, svo sem með af­slátt­ar­lykl­um.

Hitt má einnig taka fram að marg­ir öku­menn aka eyðslu­frek­ari bíl­um.

At­hygli vek­ur að ef eyðslan er 20 lítr­ar á hundraðið kost­ar bens­ínið orðið 714.000 krón­ur á ári, miðað við 15.000 km akst­ur, og 726.000 krón­ur ef ekið er á dísel­bíl. Skatt­ar af þess­um út­gjöld­um eru 359.142 krón­ur ann­ars veg­ar og 365.178 krón­ur hins veg­ar.

Þýðir það að eldsneyt­is­skatt­ar öku­manna á slík­um far­ar­tækj­um nema ríf­lega 1.000 krón­um á dag, allt árið.

En við þessa út­reikn­inga er stuðst við þá áætl­un FÍB að hlut­ur rík­is­ins í út­sölu­verði á eldsneyti sé 50,3%.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert