Bjarni 6 í Úthlíð

Mikil stemmning var í Réttinni í Úthlíð í dag þar …
Mikil stemmning var í Réttinni í Úthlíð í dag þar sem páskabingóið var haldið. mbl.is/GSH

„Bjarni 6" var hrópað í yfirfullum salnum í Réttinni í Úthlíð í Biskupstungum þar sem hátt á annað hundrað manns tók þátt í páskabingói í dag.

Að sögn þeirra, sem reka Réttina er páskabingóið jafnan mikið sótt og einnig aðrir viðburðir í Úthlíð um páskana. Í gær, á föstudaginn langa, var svonefnt píslarhlaup og tóku um 50 manns þátt í því.

Orlofshús í uppsveitum Árnessýslu eru vel nýtt um páskana og um allar sveitir er fólk á ferð á ýmsum farartækjum og sumir á tveimur jafnfljótum. Mjög gott veður er á svæðinu í dag, sólskin og hægur vindur en í gær rigndi duglega

Í verslun Samkaupa Strax á Flúðum náði biðröðin  nánast í gegnum alla verslunina og samt var afgreitt á þremur kössum en margir voru þar þeirra erinda að bæta á vistir.

Röðin í versluninni á Flúðum var löng í dag.
Röðin í versluninni á Flúðum var löng í dag. mbl.is/GSH
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka