Búist við hviðum undir Hafnarfjalli í kvöld

Búist er við hviðum undir Hafnarfjalli í kvöld og nótt.
Búist er við hviðum undir Hafnarfjalli í kvöld og nótt.

Lægð með óveðri er nú í uppsiglingu og einkum verður veður slæmt á morgun um landið vestanvert. Vegagerðin segir, að í kvöld frá um kl. 21 til 2 í nótt sé reiknað með hviðum, um 30-40 metrum á sekúndu undir Hafnarfjalli og eins og utanverðu Kjalarnesi. 

Í fyrramálið snýst í suðvestanstorm og um leið kólnar. Slydda og krapi verða í byggð en hríðarveður á fjallvegum, skyggni lítið og akstursskilyrði afleit.   Það verður því mjög slæmt ferðaveður á vesturhelmingi landsins á morgun og er fólki er bent á að fylgjast vel með fréttum af veðri og færð.

Að sögn Veðurstofunnar snýst í suðvestanstorm, 15-23 metra á sekúndu, í fyrramálið með rigningu eða slyddu og snjókomu til fjalla, fyrst suðvestantil. Slydda og krapi verða í byggð en hríðarveður á fjallvegum, skyggni lítið og akstursskilyrði afleit.  

Undir kvöld fer að draga úr vindi sunnantil.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert