Hafa aldrei vanefnt skyldur

Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra.
Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra. Eggert Jóhannesson

„Þess vegna er mjög mikilvægt að undirstrika að íslenska ríkið hefur aldrei vanefnt sínar skyldur og mun aldrei gera. Íslendingar munu alltaf efna þær skyldur sem eru skýrar og sannanlega skyldur ríkisins,“ segir Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, um Icesave-deiluna.

Aðspurður um þýðingu utanfarar þeirra Steingríms J. Sigfússonar fjármálaráðherra til Washington fyrir páska fyrir þá ákvörðun matsfyrirtækisins Moody's að hafa lánshæfismat Íslands óbreytt segir Árni Páll þá kynningu án efa haft sitt að segja. 

„Ég held að hún hafi örugglega hjálpað til við að skýra málið og samhengi þess. Arnór Sighvatsson, aðstoðarseðlabankastjóri, var með í för og fjallaði um ýmsa þætti efnahagsmála. Ég held að allar svona upplýsingar hjálpi. Svo skiptir líka máli að koma skýrt á framfæri, að það væru ekki efnahagslegar forsendur til að hafa áhyggjur - að búið myndi að greiða út á þessu ári og það væru horfur á að það yrði til fé fyrir þorra allra innistæðukrafna,“ segir ráðherrann og á við fé upp í Icesave-kröfuna.

Afleiðingarnar neisins 

Árni Páll heldur áfram. 

„Þetta er mikið grundvallaratriði og skiptir miklu máli þegar menn eru að meta afleiðingar neisins [...] Ég held að umræðan á alþjóðlegum vettvangi hafi um of verið lögð út með þeim hætti að Íslendingar væru að vanefna skyldur og ekki greiða það sem Íslandi bæri að greiða, þannig að ríkið væri að bregðast skyldum.

Það hefur eimt lengi af þessu viðhorfi. Þess vegna er mjög mikilvægt að undirstrika að íslenska ríkið hefur aldrei vanefnt sínar skyldur og mun aldrei gera. Íslendingar munu alltaf efna þær skyldur sem eru skýrar og sannanlega skyldur ríkisins,“ segir Árni Páll Árnason og á við Icesave-kröfuna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert