Íþyngjandi eldsneytisverð

Sauðárkrókur.
Sauðárkrókur. mbl.is

Hækkandi eldsneytisverð hefur íþyngjandi áhrif á atvinnustarfsemi og lífskjör landsbyggðarbúa.

Samþykkti stjórn Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra bókun þess efnis á fundi sínum fyrr í mánuðinum og var fjármálaráðherra og þingmönnum kjördæmisins sent afrit af henni.

Jón Óskar Pétursson, framkvæmdastjóri samtakanna, segir að fyrirtæki á svæðinu séu jafnvel að hugsa sér til hreyfings af þeim sökum.

„Við á landsbyggðinni búum við það að þurfa að sækja okkur þjónustu um langan veg. Þetta er orðið svakalega íþyngjandi. Maður hefur heyrt að fyrirtæki séu að hugsa sinn gang, hvort þau flytji sig út af þessu,“ segir Jón Óskar.

Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir að vel komi til greina að sambandið taki málið upp. Ályktun samtakanna á Norðvesturlandi verði væntanlega rædd á fundi sambandsins.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert