Lítið gerst eftir ríkisstjórnarfund í Reykjanesbæ

Ríkisstjórnin fundaði í Víkingaheimum í Reykjanesbæ í nóvember 2010.
Ríkisstjórnin fundaði í Víkingaheimum í Reykjanesbæ í nóvember 2010. mbl.is/RAX

Frá því rík­is­stjórn­in hélt fund sinn í Vík­inga­heim­um á Suður­nesj­um þann 9. nóv­em­ber sl. og boðaði aðgerðir í at­vinnu­mál­um á Suður­nesj­um hef­ur at­vinnu­laus­um fjölgað vel á annað hundrað og at­vinnu­leys­is­pró­sent­an hækkað úr 12,7% í 14,5%. Þetta kem­ur fram á vef Vík­ur­frétta í dag.

Sam­tals hafa 140 manns misst vinn­una frá því fund­ur­inn var hald­inn, 20 at­vinnu­laus­ir hafa flutt í burtu frá Suður­nesj­um og aðrir 20 hafa fallið af at­vinnu­leys­is­skrá og eru komn­ir á fram­færslu Reykja­nes­bæj­ar.

Í Páska­blaði Vík­ur­frétta er rætt við Árna Sig­fús­son bæj­ar­stjóra Reykja­nes­bæj­ar og seg­ir hann að ýmis verk­efni þok­ist áfram s.s. um kís­il­ver, gagna­ver og einka­sjúkra­hús en enn ríki of mik­il óvissa. Of margt strandi á rík­is­stjórn­ini.  „Það er líka rétt að minna á það að ekk­ert af þess­um stóru verk­efn­um var fjallað um í yf­ir­lýs­ingu rík­is­stjórn­ar­inn­ar sem gef­in var út í Vík­inga­heim­um nú fyr­ir tæp­lega hálfu ári síðan," seg­ir Árni í viðtali Vík­ur­frétta. „Svo má auðvitað velta fyr­ir sér hver afrakst­ur­inn er af þess­um yf­ir­lýs­ing­um. Það voru ýmis fal­leg orð um Land­helg­is­gæslu og það voru orð um að rétta af fjár­hag skól­anna en þar hef­ur ekk­ert gerst, tím­inn er skól­anna, haustið er rétt framund­an. Land­helg­is­gæsl­an átti að skila niður­stöðum 1. fe­brú­ar en þær hafa ekki enn litið dags­ins ljós.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert