Listamaðurinn Eggert Pétursson, einn höfunda bókarinnar Flora Islandica, sagði í fréttum Útvarpsins að níðingsverk hafi verið unnið á bókinni á Koddu, sýningu Nýlistasafnsins, sem opnuð var um síðustu helgi.
Hart hefur verið deilt um sýninguna og einnig um höfundarrétt og sæmdarrétt listamanna.
Verkið Fallegasta bók í heimi
hefur einkum verið gagnrýnt en þar er bókin Flora Islandica smurð með matvælum. Stjórn safnsins ákvað að taka verkið niður eftir að farið var fram á lögbann vegna þess.