Sýnt mikla þolinmæði

Ásmundur Einar er sauðfjárbóndi á Lambeyrum í Dalasýslu. Hér er …
Ásmundur Einar er sauðfjárbóndi á Lambeyrum í Dalasýslu. Hér er hann með konu sinni Sunnu Birnu Helgadóttur og dætrum þeirra, Júlíu Hlín og Aðalheiði Ellu, sem heldur á kiðlingnum. mbl.is/Ómar

Ásmundur Einar Daðason segir það fjarri sanni að skyndileg sinnaskipti hafi ráðið för, þegar hann greiddi vantrauststillögu á ríkisstjórnina atkvæði sitt í þarsíðustu viku og sagði sig svo úr þingflokki VG.

„Þegar ég skoða þessi tvö ár í samhengi finnst mér einmitt að ég hafi sýnt forystu VG mjög mikla þolinmæði. Það á við um Evrópusambandsmálin og margt, margt fleira. Ég hef reynt að nálgast viðfangsefnin þannig að það hlytu að vera jákvæðar breytingar í farvatninu. En þær létu því miður aldrei á sér kræla,“ segir Ásmundur Einar m.a. í viðtali við Sunnudagsmoggann.

Ásmundur Einar segir Samfylkinguna m.a. hafa hótað stjórnarslitum ef því yrði haldið til streitu að leggja það til að þjóðaratkvæðagreiðsla færi fram um það hvort sækja bæri um aðild að ESB.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert