Uppfylling fyrir Samfylkinguna

Sóley og Hanna Birna Kristjánsdóttir í sjónvarpssal eftir kosningarnar í …
Sóley og Hanna Birna Kristjánsdóttir í sjónvarpssal eftir kosningarnar í fyrra. Egill Helgason hlýðir á Sóleyju. Eggert Jóhannesson

Sól­ey Tóm­as­dótt­ir, borg­ar­full­trúi VG og frá­far­andi vara­for­seti borg­ar­stjórn­ar, seg­ir Besta flokk­inn í raun vera „upp­fyll­ing­ar­efni fyr­ir Sam­fylk­ing­una“. Besti flokk­ur­inn hafi ekki reynst það nýja for­ystu­afl sem hann gaf sig út fyr­ir að vera.

En Sól­ey lét af embætt­inu fyr­ir páska um leið og Hanna Birna Kristjáns­dótt­ir, odd­viti borg­ar­stjórn­ar­flokks Sjálf­stæðis­flokks­ins, hætti sem for­seti borg­ar­stjórn­ar.

Sól­ey skýr­ir ákvörðun sína svo:

„Þrátt fyr­ir fög­ur fyr­ir­heit hef­ur meiri­hlut­inn ekki sýnt í verki nokk­urn ein­asta vilja til þess að hlusta á sjón­ar­mið annarra en eru um borð í þess­um eina meiri­hluta. Það sem mér þykir verst er að borg­ar­bú­ar kusu ný og breytt vinnu­brögð síðasta vor. Borg­ar­bú­ar kusu sex nýja borg­ar­full­trúa frá flokki sem gaf sig út fyr­ir að fersk­ur, hug­rakk­ur, skap­andi og kjark­mik­ill,“ seg­ir Sól­ey og á við Besta flokk­inn. 

„Þessi flokk­ur er hins veg­ar ekk­ert annað en upp­fyll­ing­ar­efni fyr­ir Sam­fylk­ing­una, staðlaðan og gam­aldags stjórn­mála­flokk. Það sem í raun og veru gerðist er að stór hluti borg­ar­búa kaus sig yfir sig Sam­fylk­ing­una án þess að ætla sér það.

Meiri­hlut­inn hef­ur hvorki áhuga á að ræða við borg­ar­full­trúa minni­hlut­ans né aðra borg­ar­búa um þau verk­efni sem hann er að fást við hverju sinni,“ seg­ir Sól­ey og bend­ir á að VG hafi ekki fengið að koma að breyt­ing­um í skóla­mál­um eins og óskað hafi verið eft­ir.

Vinstri græn­ir úti­lokaðir

„Eitt dæmi um það og hluti af þeirri nýju póli­tísk sem átti að fara að ástunda var að all­ir flokk­ar ættu full­trúa í þeim starfs­hóp­um sem tækju til starfa. En þegar starfs­hóp­ur um þessi mál var sett­ur á lagg­irn­ar áttu Vinstri græn­ir ekki full­trúa þar held­ur var þar aðeins full­trúi Sjálf­stæðis­flokks­ins. Það hefði flækt mál­in ef við hefðum tekið þátt enda höf­um við verið mun tor­tryggn­ari á þess­ar aðgerðir en aðrir flokk­ar.

Ég veit ekki hvað olli því að þau kusu að hafa okk­ur ekki með en lík­legt er að það hefði kraf­ist meiri mála­miðlana og lengri tíma. Sam­ráðsstjórn­mál gera það. Þannig að það hef­ur aldrei verið hlustað á sjón­ar­mið Vinstri grænna í þess­ari vinnu,“ seg­ir Sól­ey Tóm­as­dótt­ir.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert