Vélsleðamaðurinn í aðgerð

Landspítalinn í Fossvogi.
Landspítalinn í Fossvogi.

Vélsleðamaður­inn sem slasaðist á Trölla­fjalli í Reyðarf­irði í dag ligg­ur nú al­var­lega slasaður á slysa­deild Land­spít­al­ans. Að sögn vakt­haf­andi lækn­is er maður­inn, sem er á fimm­tugs­aldri, með slæm bein­brot og mun gang­ast und­ir aðgerð vegna þeirra síðar í kvöld.

Slysið átti sér stað skömmu eft­ir há­degi í dag, þegar maður­inn var á vélsleðaferð ásamt fé­lög­um sín­um á Trölla­fjalli í Áreyj­ar­dal, inn af Reyðarf­irði. Á þriðja tug manna úr þrem­ur björg­un­ar­sveit­um á Aust­ur­landi fóru ásamt lækni með vélsleðum að mann­in­um og var hann flutt­ur á bör­um niður af fjall­inu. Aðgerðirn­ar tóku um 2 klukku­stund­ir.

Ekið var með mann­inn á Heilsu­gæsl­una á Eg­ils­stöðum og þaðan var hann send­ur áfram með sjúkra­flugi á Land­spít­al­ann, þangað sem hann kom nú und­ir kvöld.  Lækn­ir á slysa­deild seg­ir að líðan hans sé stöðug en hann sé engu að síður mikið slasaður og verði lagður inn.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert