Varasamt grjóthrun í Steinahelli

Talsvert hefur hrunið úr munna Steinahellis.
Talsvert hefur hrunið úr munna Steinahellis. mynd/Eyjólfur Guðmundsson

„Þetta er svo­lítið mikið miðað við hvað þetta er lít­ill hell­ir og gott að það varð eng­inn und­ir þessu," seg­ir Heiða Björg Scheving, leik­skóla­stjóri og bóndi á Hvassa­felli und­ir Eyja­fjöll­um. Tals­vert grjót­hrun varð í síðustu viku úr loft­inu á Steina­helli, í suður­hlíð Steina­fjalls und­ir Eyja­fjöll­um.

Mjög al­gengt er að veg­far­end­ur sem eiga leið hjá leggi krók á leið sína til að skoða hell­inn en á svæðinu er mik­il hrun- og skriðuhætta og hafa mörg manns­líf týnst vegna þess í ár­anna rás. Heiða Björg seg­ist ekki vita til þess að neinn hafi verið nærri hell­in­um þegar hrundi úr loft­inu á hon­um, það hafi lík­lega gerst í nótt eða í morg­un. „Við fór­um þarna fram hjá um fimm­leytið í gær og svo aft­ur um ell­efu í morg­un og sáum þá að þetta hafði gerst, þannig að þetta hef­ur hrunið ein­hvern tíma þar á milli."

Tals­verðar rign­ing­ar voru aust­ur und­ir Eyja­fjöll­um í gær og er ekki ólík­legt að það hafi valdið losi í mó­berg­inu við hell­is­munn­ann með þess­um af­leiðing­um. Að sögn Eyj­ólfs Guðmunds­son­ar, veg­far­anda sem átti leið hjá, er hell­ir­inn nú vara­sam­ur því þarna hang­ir þunn brún sem virðist geta hrunið án fyr­ir­vara.

Steinahellir
Steina­hell­ir Ljós­mynd/​Heiða Björg Scheving
Hellirinn er nú varsamur því þar hangir þunn brún sem …
Hell­ir­inn er nú var­sam­ur því þar hang­ir þunn brún sem gæti hrunið án fyr­ir­vara. Ljós­mynd/​Heiða Björg Scheving
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert