Nóttin var því sem næst tíðindalaus, að sögn lögreglumanna sem rætt hefur verið við víða um land. Eflaust hefur veðrið haft eitthvað með það að gera en rok og rigning var á suðvestur- og vesturhluta landsins.
Rúmlega 3.000 manns gestir eru staddir á Ísafirði í tengslum við hátíðina Aldrei fór ég suður. „Hátíðin hefur farið vel fram og allt í tengslum við hana gengið vel,“ sagði lögreglumaður sem rætt var við. „Einstaka áfengi hefur verið tekið af einstaka ungmenni, en það er mjög sjaldgæft. Það hafa heldur ekki verið neinar stympingar eða leiðindi.“
Á Akureyri var einn handtekinn í nótt grunaður um ölvunarakstur. „Það hefur allt farið vel fram hér og gengið vel fyrir sig, enda búið að vera frábært veður. Það er búið að vera frábært veður uppi í fjalli og er enn. Sól og fínt veður,“ sagði lögreglumaður á Akureyri.