Vilja að Ásmundur Einar segi af sér

Ásmundur Einar Daðason á Alþingi.
Ásmundur Einar Daðason á Alþingi. mbl.is/Kristinn

Á sam­eig­in­leg­um fundi svæðis­fé­laga Vinstri grænna í Grund­arf­irði og Stykk­is­hólmi um helg­ina var þess kraf­ist að Ásmund­ur Ein­ar Daðason segi af sér þing­mennsku og hleypi á þing full­trúa VG sem styðji rík­is­stjórn­ina og sé til­bú­inn að vinna að stefnu VG í víðu sam­hengi.

„Þar sem Ásmund­ur Ein­ar tók þá ákvörðun að styðja ekki sitj­andi rík­is­stjórn sem VG er aðili að held­ur samþykkja van­traust­stil­lögu Sjálf­stæðis­flokks­ins telj­um við eðli­legt og sann­gj­ant að Ásmund­ur Ein­ar víki af þingi," seg­ir í álykt­un fund­ar­ins.

Segja fé­lög­in að ákvörðun Ásmund­ar Ein­ars hafi verið tek­in án alls sam­ráðs og án vitn­eskju fé­lags­manna VG á svæðinu enda hafi tengsl Ásmund­ar við fé­lags­menn VG í Grund­arf­irði og Stykk­is­hólmi verið í lág­marki frá kosn­ing­um. 

„Við þær erfiðu aðstæður sem þjóðin stend­ur frammi fyr­ir og til að verja þann góða ár­ang­ur sem þegar hef­ur náðst í end­ur­reisn lands­ins eft­ir hrun frjáls­hyggj­unn­ar er mik­il­vægt að alþing­is­menn horfi til framtíðar.  Eins máls mál­flutn­ing­ur alþing­is­manna er ekki væn­leg­ur til ár­ang­urs," seg­ir síðan.

Fram kem­ur á vef Skessu­horns, að á fund­in­um var einnig samþykkt álykt­un um sjáv­ar­út­vegs­mál þar sem skorað er á stjórn­völd  að leggja fram hið fyrsta til­lögu að breyt­ing­um í sjáv­ar­út­vegs­mál­um eins og báðir flokk­ar rík­is­stjórn­ar­inn­ar voru kosn­ir til.

Þá samþykkti fund­ur­inn einnig álykt­un þar sem vinnu­brögðum Sam­taka at­vinnu­lífs­ins í kjaraviðræðum við ASÍ er mót­mælt. 

Vef­ur Skessu­horns

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert