Kvörtun lántakenda send til ESA

Höfuðstöðvar Eftirlitsstofnunar EFTA.
Höfuðstöðvar Eftirlitsstofnunar EFTA.

Hags­muna­sam­tök heim­il­anna og Sam­tök lánþega, hafa með aðstoð hæsta­rétt­ar­lög­manna, sér­fræðinga í evr­ópu­rétti og lög­giltra end­ur­skoðenda, ásamt um eitt þúsund ein­stak­ling­um, und­ir­ritað og sent form­lega kvört­un til ESA vegna meintra brota ís­lenskra stjórn­valda og stjórn­sýslu á Evr­ópu­rétti.

Fram­kvæmda­stjórn ESB og for­seta Evr­ópuþings­ins hef­ur jafn­framt verið til­kynnt um kvört­un­ina og aðstoðar þeirra óskað vegna máls­ins inn­an ramma aðild­ar­viðræðna Íslands. Neyt­end­ur frá Spáni og Þýskalandi eru einnig aðilar að kvört­un­inni vegna sömu brota á grund­vall­ar­rétt­ind­um rík­is­borg­ara aðild­ar­ríkja ESB.

Í frétta­til­kynn­ingu  er bent á að sam­kvæmt Kaup­manna­hafn­ar­sam­komu­lag­inu frá 1993, sé ein af grund­vallar­for­send­um aðild­ar að ESB, að um­sókn­ar­ríki virði grund­vall­ar­rétt­indi þegn­anna.

Í til­kynn­ing­unni seg­ir að kvört­un­in vísi í vanefnd­ir um eft­ir­fylgni við evr­ópu­til­skip­un 93/​13/​EC í dóma­fram­kvæmd auk laga­setn­ing­ar nr. 151/​2010 er geng­ur þvert á lög­leidd­an neyt­enda­rétt, eign­ar­rétt­ar­á­kvæði stjórn­ar­skrár og um­rædda til­skip­un um neyt­enda­rétt.

Í kvört­un­inni til ESA, eft­ir­lits­stofn­unn­ar EFTA, er yf­ir­lýs­ing­ar óskað um brot Íslands á skuld­bind­andi ákvæðum EES samn­ings­ins. Með brot­un­um er borg­ur­un­um neitað um skýr, ná­kvæm og óskil­yrt rétt­indi sem þeir hafi öðlast með Evr­ópu­rétti. Álykt­un ESA verði byggð á eft­ir­far­andi staðreynd­um:

Laga­setn­ing er með aft­ur­virk­um íþyngj­andi ákvæðum fyr­ir neyt­end­ur.

Beiðnum til stjórn­sýslu um neyt­enda­vernd hef­ur ým­ist verið hafnað, af­neitað og/​eða tækni­leg­ar hindr­an­ir sett­ar í götu neyt­enda.

Ófrá­víkj­an­leg­ur neyt­enda­rétt­ur hef­ur verið sett­ur til hliðar af dómsvaldi og beiðnum um ráðgef­andi réttar­fars­legt álit EFTA dóm­stóls­ins um áður­nefnd mál­efni verið hafnað.

Of­an­greint séu brot á Evr­ópu­rétti sem leitt geta til skaðabóta­ábyrgðar rík­is­ins gagn­vart hlutaðeig­andi ein­stak­ling­um.

Síðast en ekki síst er óskað yf­ir­lýs­ing­ar um að lag­arammi verðtrygg­ing­ar sem er við lýði á Íslandi, þar sem fjár­hags­legri áhættu og af­leiðing­um verðbólgu er sjálf­krafa velt yfir á neyt­end­ur, brjóti gegn grund­velli Evr­ópu­rétt­ar. Út frá þeim lag­aramma geti neyt­end­ur ekki metið fjár­hags­leg­ar skuld­bind­ing­ar sín­ar við und­ir­rit­un samn­ings og jafn­vel létt­væg verðbólga hafi íþyngj­andi fjár­hags­leg­ar af­leiðing­ar yfir heild­ar samn­ings­tím­ann.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert