Manni bjargað úr körfubíl

Maðurinn var að þrífa glugga á húsi Sjóvár þegar óhappið …
Maðurinn var að þrífa glugga á húsi Sjóvár þegar óhappið varð.

Gluggaþvottamaður óskaði eftir aðstoð Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu á tíunda tímanum í kvöld eftir að hann festist í körfubíl í 12 metra hæð. Gluggaþvottamaðurinn var að þrífa glugga á húsi Sjóvár í Kringlunni þegar viftureim í bílnum bilaði með fyrrgreindum afleiðingum.

Þar sem slökkviliðið kom ekki sínum bíl að gat það ekkert aðhafst frekar. Komu því félagar mannsins honum til aðstoðar og færðu honum sigbúnað upp í körfuna með langri stöng. Gluggaþvottamaðurinn sem er vanur sigmaður, gat því sigið niður.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert