Þung umferð í bæinn

Umferðin á leið í bæinn er nú talsvert þung um Borgarfjörð. Margir eru á heimleið eftir langa helgi, en að sögn lögreglunnar í Borgarfirði gengur umferðin vel fyrir sig.

Samkvæmt Vegagerðinni eru vegir auðir á suðurlandi og greiðfært á norðurlandi, en hálkublettir eru í Bröttubrekku, á Holtavörðuheiði og Laxárdalsheiði. Á Vestfjörðum eru hálkublettir á fáeinum heiðum og hálsum. Hrafnseyararheiði og Dynjandisheiði eru ófærar.

Á austurlandi eru hálkublettir á Öxi og Fjarðarheiði en vegir eru greiðfærir með suðausturströndinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert