Bensínlækkun breytti litlu

Bensínverð er í sögulegu hámarki.
Bensínverð er í sögulegu hámarki. mbl.is/Friðrik

„Ég er að vonast til þess að eftir viku til tíu daga fái ég fyrstu tillögur frá starfshópnum sem við settum í gang í lok mars. Þá mun ég skoða þær og fer eftir atvikum með þær inn í ríkisstjórn en ég hef ekki viljað gefa neinar væntingar um eitt né annað. Þetta er vandi sem menn eru að glíma við um allan heim.“

Þetta segir Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra, í umfjöllun um mál þessi í Morgunblaðinu í dag, aðspurður hvenær niðurstaðna nýskipaðrar olíunefndar sé að vænta.

„Vandinn er nú sá að þó að ríkið lækkaði sínar álögur um einhverjar krónur á lítrann þá vegur það svo lítið á móti þessum gríðarlegu hækkunum á innkaupsverði. Svigrúm ríkisins til þess að mæta einhliða þessari verðhækkun er afar takmarkað öðruvísi en að það fari að koma beint niður á tekjustofnum til samgöngumála.

Veruleikinn er sá að skatthlutfallið er komið talsvert niður fyrir 50% og er langt frá því að vera það hæsta í samanburðarlöndum. Það er fyrst og fremst gríðarleg hækkun á innkaupsverði sem hefur hleypt upp verðinu núna,“ segir Steingrímur.


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert