Bretar forðast dómsmál í Icesave

mbl.is/Ómar

Ótti breskra stjórnvalda við að dómur gegn Íslandi í Icesave-deilunni geti skapað bótakröfu á hendur þeim síðar vegna falls breskra banka skýrir hvers vegna þau hafa ekki beitt sér af hörku fyrir því að deilan komi til kasta dómara.

Þetta er mat Johns Dizard, dálkahöfundar hjá Financial Times um áratuga skeið, en hann fjallar þar um lagarökin gegn því að íslenskum skattgreiðendum verði sendur reikningurinn vegna tapaðra innistæðna á Icesave-reikningum.

Fjallað er um greinin Dizard í Morgunblaðinu í dag, en í henni vitnar hann í það álit Tobiasar Fuchs, sérfræðings í lögum hjá Evrópuháskólanum í Frankfurt, að Ísland hafi ekki brotið gegn ákvæðum tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins um innlánatryggingarkerfi. Þá bendir Dizard á að Evrópudómstóllinn hafi úrskurðað gegn ríkisábyrgð.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka