Þingmennirnir þrír, sem hafa sagt sig úr þingflokki Vinstri grænna, segjast hafa komist að þeirri niðurtöðu að ekki sé tímabært að svo stöddu að stofna nýjan þingflokk.
„Undirrituð hafa í dag og undanfarna daga farið yfir stöðuna eftir úrsögn úr þingflokki Vinstri grænna. Staðan í íslenskum stjórnmálum er óráðin. Það er niðurstaða okkar að ekki sé tímabært að svo stöddu að stofna nýjan þingflokk. Við munum starfa sem óháðir þingmenn og í anda þeirra hugsjóna sem við töluðum fyrir í aðdraganda síðustu kosninga," segir í yfirlýsingu, sem þau Lilja Mósesdóttir, Atli Gíslason og Ásmundur Einar Daðason skrifa undir.