Eldsneyti verði lækkað

Á stjórnarfundi samtakanna Landsbyggðin lifi í dag var samþykkt ályktun þar sem þess er krafist, að ríkisstjórnin beiti áhrifum sínum til að lækka verð á bílaeldsneyti.

„Til þess hafa stjórnvöld tvo augljósa kosti: 1) að stórlækka eða afnema eldsneytisskatta, 2) að gera kröfu á olíufélögin um lægri álagningu," segir í ályktuninni.

Þar segir einnig, að geti olíufélögin ekki selt eldsneyti  með eðlilegri álagningu væri rétt að kanna hvort ríkiseinkasala mundi ekki gagnast Íslendingum betur.

Heimasíða samtakanna

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka