Farið að huga að aðgerðum

Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ.
Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ. mbl.is/Kristinn

Gylfi Arn­björns­son, for­seti Alþýðusam­bands Íslands, sagði í frétt­um Útvarps­ins að vilja­leysi at­vinnu­rek­enda til að ganga frá kjara­samn­ing­um þvingi ASÍ til að grípa til verk­falls­vopns­ins.

Gylfi sagði, að pattstaða ríki í samn­inga­mál­um vegna þess að at­vinnu­rek­end­ur neiti að ganga til samn­inga, sem nán­ast liggi á borðinu, vegna krafna sinna á stjórn­völd.

Það gefi auga­leið, að eina leiðin fyr­ir Alþýðusam­bandið til þess að rjúfa þessa kyrr­stöðu, sé að kalla í fé­lags­menn og fara að ýta á samn­inga með aðgerðum.


mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert