Hætta á vaxandi fátækt

Hlustað á djass í Jómfrúargarðinum við Lækjargötu.
Hlustað á djass í Jómfrúargarðinum við Lækjargötu. mbl.is/GSH

Tak­ist ekki að koma fjár­fest­ing­um af stað gæti rík­is­sjóður neyðst til að grípa til enn frek­ari aðhaldsaðgerða með til­heyr­andi niður­skurði og skatta­hækk­un­um. Þetta er mat Vil­hjálms Eg­ils­son­ar, fram­kvæmda­stjóra Sam­taka at­vinnu­lífs­ins, sem ótt­ast áhrif­in á vel­ferðar­kerfið.

„Það er til fólk sem hef­ur svo naum­an fjár­hag að það má ekk­ert út af bregða. Ef við náum okk­ur ekki upp úr þessu fari kem­ur önn­ur um­ferð af niður­skurði og skatta­hækk­un­um,“ seg­ir Vil­hjálm­ur og svar­ar því aðspurður til að ekki verði hægt að viðhalda sömu vel­ferð ef frek­ar verði dregið úr út­gjöld­um rík­is­ins. Auk­inn niður­skurður þýði því meiri fá­tækt hjá þeim sem höll­umst­um fæti standa.


Tíma­bil stöðnun­ar framund­an?

Eins og fram kom í viðtali mbl.is við Vil­hjálm á laug­ar­dag er hann þeirr­ar skoðunar að ef ekki tak­ist að koma hag­vext­in­um í 4-5% sé raun­veru­leg hætta á frek­ari stöðnun og þar með vax­andi fá­tækt í ís­lensku sam­fé­lagi.

Aðspurður hvort sú stund sé runn­in upp að al­menn­ing­ur sé far­inn að finna veru­lega á eig­in skinni hvernig geng­is­hrunið og stór­lækkaður kaup­mátt­ur hamli end­ur­nýj­un ým­issa hluta, á borð við bif­reiðar, seg­ir Vil­hjálm­ur ým­is­legt til í þeirri grein­ingu.

Þol­in­mæðin að bresta

Yf­ir­leitt sýni al­menn­ing­ur þol­in­mæði í 12 til 24 mánuði eft­ir að efna­hags­áfall ríður yfir en síðan fari kröf­ur um aðgerðir að verða há­vær­ari. Sú stund sé runn­in upp í ís­lensku sam­fé­lagi.

„Eft­ir því sem þetta var­ir leng­ur þeim mun meira tek­ur þetta í hjá fólki. Þess vegna finnst okk­ur hjá Sam­tök­um at­vinnu­lífs­ins sem okk­ur beri skylda til að berj­ast fyr­ir at­vinnu­leiðinni þar til það er meira en full­reynt.“

En hvað með svig­rúm til að lækka tolla og örva þannig neyslu?

„Þá þarf líka að huga að rík­iskass­an­um. Málið snýst um að koma at­vinnu­líf­inu af stað með fjár­fest­ing­um. Það er eina raun­hæfa leiðin. Þá skap­ast tekj­ur og at­vinna við upp­bygg­ing­una. Um leið og það fer að ganga bet­ur í hag­kerf­inu fer að ganga bet­ur hjá rík­is­sjóði.

Ef okk­ur tekst að ná at­vinnu­leys­inu niður náum við um leið að koma trygg­ing­ar­tjald­inu niður og fá pen­inga til þess að setja í launaum­slagið hjá fólki... Við get­um ekki bara aukið einka­neysl­una og látið allt drabbast niður í at­vinnu­líf­inu. Það er skamm­góður verm­ir,“  seg­ir Vil­hjálm­ur Eg­ils­son.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert