Ákveðið að hætta við að álykta

Árni Þór Sigurðsson, þingmaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs.
Árni Þór Sigurðsson, þingmaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs. Ómar Óskarsson

Til stóð að ann­ar fund­ur sam­eig­in­legr­ar þing­manna­nefnd­ar Íslands og Evr­ópu­sam­bands­ins, sem fram fór í dag, myndi senda frá sér álykt­un um stöðu um­sókn­ar­inn­ar um aðild að sam­band­inu líkt og fyrsti fund­ur nefnd­ar­inn­ar gerði í októ­ber síðastliðinn. Hins veg­ar var hætt við það á síðustu stundu þar sem ekki var ein­hug­ur um efni fyr­ir­hugaðrar álykt­un­ar.

„Það var bara niðurstaðan á fund­in­um að vera ekki að álykta neitt sér­stak­lega. Málið kom ekki einu sinni til umræðu. Það var búið að vinna ákveðin drög að álykt­un sem bæði þing­menn okk­ar og þing­menn á Evr­ópuþing­inu voru bún­ir að hafa til skoðunar. En við fór­um aldrei svo langt á fund­in­um, við vor­um með fullt af öðrum mál­um sem við vor­um að ræða um og niðurstaðan varð sem sagt sú að vera ekki að álykta neitt á þess­um fundi,“ seg­ir Árni Þór Sig­urðsson, þingmaður Vinstri­hreyf­ing­ar­inn­ar - græns fram­boðs og ann­ar formanna sam­eig­in­legu þing­manna­nefnd­ar­inn­ar.

Árni seg­ir að full­trú­ar Íslands hafi fengið drög að álykt­un­inni í hend­ur frá Evr­ópuþing­inu um miðjan apríl og eng­ar at­huga­semd­ir hafi borist við drög­un­um frá þeim „í sjálfu sér“. Hins veg­ar hafi komið breyt­ing­ar­til­lög­ur frá full­trú­um Evr­ópuþings­ins í þing­manna­nefnd­inni sem hafi þó ekki verið al­farið í sam­ræmi inn­byrðis. Þá hafi verið uppi þau sjón­ar­mið inn­an nefnd­ar­inn­ar að ekki yrði sátt um ákveðin atriði í drög­un­um inn­an henn­ar.

„Það var ekki al­veg ein­hug­ur í hópi Evr­ópuþing­mann­anna um þær. Síðan var það þannig hjá okk­ur að það voru mis­mun­andi skoðanir á því hvort menn ættu að vera að álykta og hversu mikið þannig að það varð niðurstaða okk­ar formann­anna, mín og Gallag­her, að leggja það ekki til,“ seg­ir Árni Þór.

Þing­menn Íslands og ESB funda öðru sinni

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert