Brýna verkfallsvopnið

Farið er að hitna í kolum í kjaraviðræðunum.
Farið er að hitna í kolum í kjaraviðræðunum. mbl.is/Eggert

„Við höf­um unnið að því mánuðum sam­an að koma kjara­samn­ing­um á. Það er greini­lega ekki að ganga. Ef ekki fer að leys­ast úr hlut­un­um fer vænt­an­lega að stytt­ast í að draga þurfi fram verk­falls­vopnið,“ seg­ir Sig­urður Bessa­son, formaður Efl­ing­ar stétt­ar­fé­lags, um það öngstræti sem kjaraviðræður eru í.

„Við erum al­veg hætt­ir að skilja hvert Sam­tök at­vinnu­lífs­ins eru að fara að öðru leyti en því að þau telja sig vilja stefna að lengri tíma samn­ingi, en svara því jafn­h­arðan að þau geti ekki og vilji ekki gera samn­ing. Það er staðan sem við erum að glíma við,“ sagði Sig­urður í gær­kvöldi.

Björn Snæ­björns­son, formaður Starfs­greina­sam­bands­ins, seg­ir „vand­ræðagang­inn“ hjá SA vegna fisk­veiðistjórn­un­ar­mála „óþolandi“. Björn und­ir­býr aðgerðir og á með því við verk­fall.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert