Drög að ályktun harðlega gagnrýnd

Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Framsóknarflokksins, fyrir miðju.
Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Framsóknarflokksins, fyrir miðju. Ómar Óskarsson

Sam­kvæmt heim­ild­um Mbl.is gerðu ís­lensk­ir þing­menn í sam­eig­in­legri þing­manna­nefnd Íslands og Evr­ópu­sam­bands­ins (ESB) al­var­leg­ar at­huga­semd­ir við drög að álykt­un sem til stóð að nefnd­in sendi frá sér á öðrum fundi sín­um sem hald­inn var í dag. Þóttu drög­in, sem sam­in voru í Evr­ópuþing­inu, mjög ámæl­is­verð af ýms­um ástæðum og var sú ákvörðun tek­in vegna óein­ing­ar um drög­in að nefnd­in sendi ekki frá sér álykt­un í til­efni fund­ar­ins.

Þannig munu meðal ann­ars hafa komið at­huga­semd­ir við drög­in að álykt­un frá Guðlaugi Þór Þórðar­syni og Ólöfu Nor­dal, þing­mönn­um Sjálf­stæðis­flokks­ins, Guðfríði Lilju Grét­ars­dótt­ur, þing­manni Vinstri­hreyf­ing­ar­inn­ar - græns fram­boðs, og Gunn­ari Braga Sveins­syni, þing­manni Fram­sókn­ar­flokks­ins. Þau Guðlaug­ur, Ólöf og Gunn­ar Bragi eru öll vara­menn í nefnd­inni. Gunn­ar komst þó ekki á fund­inn en sendi þing­manna­nefnd­inni tölvu­bréf þar sem hann gagn­rýndi fjöl­mörg atriði í drög­un­um harðlega.

Hörð gagn­rýni á drög­in

Í bréf­inu, sem Mbl.is hef­ur und­ir hönd­um, sagði Gunn­ar Bragi meðal ann­ars að það ferli sem í gangi væri í kjöl­far um­sókn­ar­inn­ar um aðild að ESB væri eng­an veg­inn í sam­ræmi við það umboð sem veitt hefði verið af Alþingi. Þannig væri ekki lögð áhersla á að láta reyna á meg­in­hags­muni Íslands held­ur gert ráð fyr­ir að taka fyrst fyr­ir „létta“ kafla í viðræðunum við sam­bandið. Þá væri mik­il áhersla greini­lega lögð á „inn­leiðingu sam­eig­in­legra reglna, að því er virðist til að flýta ferl­inu.“

Gunn­ar sagði að ljóst væri sam­kvæmt drög­un­um að áform rík­is­stjórn­ar­inn­ar um sam­ein­ingu ráðuneyta væri hluti af aðlög­un­ar­ferl­inu að ESB. Ekki væri hægt að fagna þeim breyt­ing­um eins og gert væri ráð fyr­ir í drög­un­um frek­ar en ferl­inu sem slíku. Einnig væri ljóst að svo­nefnd 20/​20 áætl­un rík­is­stjórn­ar­inn­ar væri til­kom­in vegna ferl­is­ins miðað við drög­in og gagn­rýndi hann að áætl­un­in hefði ekki verið kynnt til sög­unn­ar af stjórn­völd­um sem slík.

Þá sagði Gunn­ar vafa­mál hvort ástæða væri til þess að hæla Schengen-sam­starf­inu um af­nám innri landa­mæra­gæslu sem Ísland er aðili að ásamt Nor­egi, Sviss og ríkj­um ESB líkt og gert væri í drög­un­um. Enn­frem­ur væri það ein­kenni­legt ef ætl­un­in væri að álykta með ESB um stöðu ís­lensks efna­hags­lífs í ljósi þess að sam­bandið hefði lagt sig fram við að skaða það með þving­un­um í Ices­a­ve-mál­inu.

Þá væri viður­kenn­ing á mik­il­vægi sjáv­ar­út­vegs og land­búnaðar fyr­ir Íslend­inga eng­an veg­inn nægj­an­leg. Orðalag um að fundn­ar verði lausn­ir í þeim efn­um sem komi til móts við alla aðila bendi ekki til þess að ætl­un­in sé að standa vörð um þess­ar tvær at­vinnu­grein­ar. Staðfest væri auk þess í drög­un­um það sem haldið hefði verið fram að unnið væri „að skipu­lags­breyt­ing­um inn­an stjórn­sýsl­unn­ar svo hún verði til­bú­in ef til inn­göngu kem­ur.“

Ákveðið að hætta við að álykta

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert