Stefán Einar Stefánsson, sem tók við formennsku í VR á aðalfundi félagsins í kvöld, sagði í ræðu að hinar hóflegu launakröfur, sem verkalýðshreyfingin hefði lagt fram og myndi halda til streitu, væri friðarsáttmáli við atvinnurekendur.
Stefán Einar sagði, að í kjaraviðræðum að undanförnu hefðu Samtök atvinnulífsins haldið fram kröfum, sem lytu að aðkomu þeirra að breyttri umgjörð fiskveiðilöggjafar landsins. Þar hafa forsvarsmenn samtakanna gengið alltof langt og alltof lengi í því að beita fyrir sig kjarasamningum á vinnumarkaði, í þeirri viðleitni sinni að hafa sitt fram.
„Þeir sem þar ráða för hafa engan siðferðislegan eða lagalegan rétt til þess að halda launafólki í landinu í gíslingu vegna þessa máls," sagði Stefán Einar,