Friðarsáttmáli við atvinnurekendur

Stefán Einar Stefánsson.
Stefán Einar Stefánsson.

Stefán Ein­ar Stef­áns­son, sem tók við for­mennsku í VR á aðal­fundi fé­lags­ins í kvöld, sagði í ræðu að hinar hóf­legu launakröf­ur, sem verka­lýðshreyf­ing­in hefði lagt fram og myndi halda til streitu, væri friðarsátt­máli við at­vinnu­rek­end­ur.

Stefán Ein­ar sagði, að í kjaraviðræðum að und­an­förnu hefðu Sam­tök at­vinnu­lífs­ins haldið fram kröf­um, sem lytu að aðkomu þeirra að breyttri um­gjörð fisk­veiðilög­gjaf­ar lands­ins. Þar hafa for­svars­menn sam­tak­anna gengið alltof langt og alltof lengi í því að beita fyr­ir sig kjara­samn­ing­um á vinnu­markaði, í þeirri viðleitni sinni að hafa sitt fram.

„Þeir sem þar ráða för hafa eng­an siðferðis­leg­an eða laga­leg­an rétt til þess að halda launa­fólki í land­inu í gísl­ingu vegna þessa máls," sagði Stefán Ein­ar,

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka