Hrefnuveiðar að hefjast

mbl.is

Hrefnu­veiðar hóf­ust í morg­un en hrefnu­veiðibát­ur­inn Hrafn­reyður KÓ-100 hélt þá af stað frá Hafn­ar­fjarðar­höfn til veiða í Faxa­flóa. Til hafði staðið að hann legði af stað fyrr en því hafði verið frestað til þessa vegna veðurs.

Von­ast er til að fyrsta hrefn­an veiðist næsta sól­ar­hring­inn en það mun marka form­legt upp­haf hrefnu­veiðitíma­bils­ins sem síðan stend­ur í sex mánuði. Gert er ráð fyr­ir að Hrafn­reyður muni veiða megnið af þeim hrefn­um sem veidd­ar verða í ár.

„Við erum úti í Faxa­flóa fyr­ir utan 12 míl­urn­ar, okk­ur er skylt að gera það. Það hafa alltaf verið  þrjú svæði í fló­an­um þar sem er sér­stak­lega mikið af hrefnu og við höld­um okk­ur aðallega við þau,“ seg­ir Gunn­ar Berg­mann Jóns­son, fram­kvæmda­stjóri Hrefnu­veiðimanna ehf. sem ger­ir út Hrafn­reyði KÓ-100. Hann seg­ir að ef allt gangi að ósk­um þá verði fyrsta hrefn­an kom­in inn í vinnslu hjá fyr­ir­tæk­inu í fyrra­málið og síðan í versl­an­ir dag­inn eft­ir.

Aðspurður seg­ir Gunn­ar að markaður­inn inn­an­lands fyr­ir hrefnu­kjöt sé alltaf að stækka og hafi smám sam­an verið að byggj­ast upp á und­an­förn­um árum.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert