Kostnaður ykist um 692 milljónir

Ein af þyrlum Landhelgisgæslunnar.
Ein af þyrlum Landhelgisgæslunnar.

Fjármálaráðgjöf Deloitte áætlar, að rekstrarkostnaður Landhelgisgæslunnar muni aukast um tæpar 692 milljónir króna á ári verði starfsemi stofnunarinnar flutt á Miðnesheiði.

Þá muni kostnaður við flutningana sjálfa nema 452,5 milljónum og þá er ekki tekið tillit til kostnaðar vegna standsetningar á húsnæði fyrir Landhelgisgæsluna. Að auki muni breyting á hafnaraðstöðu í Njarðvík kosta 251,3 milljónir króna og því er samtals vert ráð fyrir 703,8 milljóna króna kostnaði vegna flutninganna. 

Þetta kemur fram í skýrslu um hagkvæmnisathugun, sem Deloitte hefur gert fyrir innanríkisráðuneytið.

Fram kemur í skýrslunni að hærri rekstrarkostnaður skýrist af tveimur þáttum: ferðakostnaði og áhrifum af viðveruvaktarfyrirkomulagi og nauðsynlegri fjölgun starfsmanna áhafna þyrla.

Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, sagði í dag að  skýrslan sýndi að flutningur Landhelgisgæslunnar til Suðurnesja væri ekki skynsamleg ráðstöfun til skamms tíma litið.

Skýrsla Deloitte 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert