Sendir Árna Páli opið bréf

Guðmund­ur Andri Skúla­son, talsmaður Sam­taka lánþega, hef­ur sent Árna Páli Árna­syni, efna­hags- og viðskiptaráðherra, opið bréf vegna þeirra um­mæla ráðherr­ans að aðgerðir vegna ólög­mætr­ar geng­is­trygg­ing­ar megi rekja til dóma Hæsta­rétt­ar.

Spyr Guðmund­ur Andri m.a. í bréf­inu hver beri ábyrgð á því fjár­hags- og eigna­tjóni sem fyr­ir­tæki og heim­ili hafi orðið fyr­ir vegna ólög­mætra inn­heimtuaðgerða fjár­mála­stofn­anna sem hafi farið fram í trássi við dreifi­bréf Fjár­mála­eft­ir­lits­ins, ákvæði laga og nú, niður­stöðu dóm­stóla.

Þá er spurt hvað efna­hags- og viðskiptaráðherra ætli að gera til að snúa til baka þá eigna­upp­töku og bæta fyr­ir það tekjutap sem fyr­ir­tæki hafi orðið fyr­ir vegna vörslu­svipt­inga á tækj­um sem sann­an­lega voru með fjár­mögn­un­ar­leigu­samn­inga sína í skil­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert