Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, segir að ráðuneytið muni svara áminningarbréfi Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) vegna Icesave á mánudaginn, þegar svarfrestur rennur út.
Svarbréfið verði væntanlega gert opinbert um leið og ESA hafi fengið það í hendur.
Ef andsvör stjórnvalda duga ekki til að breyta áliti ESA er næsta skref ESA í málsmeðferðinni að senda rökstutt álit til íslenskra stjórnvalda. Að síðustu gæti ESA vísað málinu til EFTA-dómstólsins sem kvæði endanlega upp úr um hvort Ísland hefði brotið gegn ákvæðum tilskipunarinnar og jafnræðisreglu EES-samningsins.