Verkföll gætu skollið á upp úr 20. maí

Samninganefnd ASÍ á fundi í gær.
Samninganefnd ASÍ á fundi í gær. mbl.is/RAX

For­ysta verka­lýðshreyf­ing­ar­inn­ar er vondauf um að sátta­tilraun­ir beri ár­ang­ur næstu daga. Í næstu viku verður þá farið að und­ir­búa alls­herj­ar­verk­föll sem gætu haf­ist upp úr 20. maí skv. heim­ild­um mbl.is. 

„Það er al­veg ljóst að það eru meiri lík­ur á því en minni að hér dragi til al­var­legra deilna þegar fer að líða á seinni hluta maí­mánaðar,“ seg­ir Gylfi Arn­björns­son, for­seti ASÍ. Miðstjórn ASÍ kom sam­an eft­ir há­degi í dag.

„Ég vænti þess að það verði fund­ir á morg­un og á föstu­dag­inn hjá aðild­ar­sam­bönd­um okk­ar og aðild­ar­fé­lög­um um kröf­ur þeirra um að fá samn­ing sem tryggi launa­hækk­an­ir á þessu ári,“ seg­ir Gylfi.

Aðgerðahóp­ur Starfs­greina­sam­bands­ins fundaði í morg­un um mögu­leg­ar aðgerðir sem gripið verður til ef sátta­tilraun­ir í kjara­deil­unni bera ekki ár­ang­ur. Að sögn Gylfa báru menn svo sam­an bæk­ur sín­ar í há­deg­inu. 

Reiknað er með fundi í kjara­deilu iðnaðarmanna og Sam­taka at­vinnu­lífs­ins á morg­un og sátta­fund­ir eru boðaðir í deil­um SA og Flóa­fé­lag­anna, Lands­sam­bands ís­lenskra versl­un­ar­manna og VR á föstu­dag­inn.

„Ég lít svo á að tæki­færi at­vinnu­rek­enda til þess að fara þessa at­vinnu­leið sem þeir hafa lagt mikla áherslu á, hafi þeir glutrað úr hönd­um sér með fram­ferði sínu fyr­ir páska og í raun og veru verðum við ekki vör við annað en að það sé bara það sama upp á ten­ingn­um núna. Það er búið að gera menn and­hverfa því að fara þessa leið,“ seg­ir Gylfi.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert