200 hafa óskað eftir strandveiðileyfi

Strandveiðitímabilið hefst nú um mánaðamótin apríl/maí og er þetta þriðja
sumarið sem  frjálsar  handfæraveiða eru leyfðar yfir sumartímann. 

Samkvæmt upplýsingum frá Fiskistofu er heimilt að  veiða alls  sex þúsund tonn af botnfiski á landinu öllu og er aflanum skipt milli mánaða frá maí til ágústloka. Veiðisvæðin umhverfis landið eru fjögur talsins.

Sækja þarf sérstaklega um strandveiðileyfi til þess að taka þátt í veiðunum og  falla þá öll önnur  veiðileyfi niður til loka fiskveiðiársins.

Fiskistofa hefur tekið við rafrænum umsóknum um strandveiðileyfi undanfarnar tvær vikur.  Alls hafa um 200 þegar sótt um leyfi.  Til  samanburðar voru um 740 bátar sem stunduðu strandveiðarnar í fyrrasumar og rúmlega 550 bátar  sumarið 2009.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert