Apríl alls ekki svo kaldur

Svartþröstur í Laugardal.
Svartþröstur í Laugardal. mbl.is/Ómar

Trausti Jóns­son veður­fræðing­ur seg­ir að apr­íl­mánuður hafi verið í heit­ari kant­in­um miðað við fyrri ár þrátt fyr­ir að mörg­um kunni að hafa þótt hann kald­ur í ár. Lang­ur veg­ur sé frá því að apríl hafi verið sér­stak­lega kald­ur í sögu­legu ljósi.

„Það hef­ur verið úr­komu­samt og ill­viðri hafa kannski verið með meira móti. Úrkom­an hef­ur verið tals­vert yfir meðallagi,“ seg­ir Trausti. Hins veg­ar hafi hit­inn bæði í Reykja­vík og á Ak­ur­eyri verið vel yfir meðallagi í apríl í ár. Apríl hafi þannig til að mynda verið heit­ari nú en hann var á síðasta ári.

Veður­stofa Íslands ger­ir ráð fyr­ir því að hiti verði á bil­inu 6-13 stig á land­inu fram á laug­ar­dag og hlýj­ast norðaust­an­til á land­inu. Eft­ir helgi er síðan gert ráð fyr­ir að hit­inn fari í 14 stig á Aust­ur­landi bæði á mánu­dag og þriðju­dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka